Byrjendanámskeið fyrir fullorðna

Það er aldrei of seint að byrja!

Á fimmtudögum bjóðum við upp á skíða- og brettanámskeið ætluð fullorðnum.

Markmið námskeiðisins er að iðkendur nái undirstöðuatriðum skíðaíþróttarinnar og geti notið þess að renna sér í brekkum Hlíðarfjalls hjálparlaust. Tilvalið fyrir þá sem ekki hafa prófað þessa hvítu list eða langt síðan síðast.

Kennslutími kl. 17:00 – 18:30.
Námskeiðsgjald er 6.000 kr. skiptið.

Innifalið í verði er kennsla, leiga á búnaði og aðgangur að lyftum.
Í skíða- og snjóbrettaskólanum er hópur af reyndum skíðakennurum.

Skráning og nánari upplýsingar í síma 462 2280 eða á skidaskoli@hlidarfjall.is