Páskaveður 2016

Mánudagur 21. mars
Hæg sunnanátt og sólfar með köflum. Mögulega smáél. Hiti rétt undir frostmarki.

Þriðjudagur 22. mars
Snjóar um tíma eftir hádegi, en vindur lengst af hægur. SA-átt sem er hagstæð í Hlíðarfjalli. Hiti -1 til -2°C, en um 0°C við Skíðahótelið.

Miðvikudagur 23. mars
Hægur vindur og éljagangur framan af degi. Frost 2 til 4 stig. Horfur á að snúist í N-átt með snjókomu jafnvel hríð um tíma seint á miðvikudag eða aðfararnótt skírdags. Dálítil óvissa hvenær hann snýr sér.

Skírdagur 24. mars
Lægir aftur og líklega fremur hægur vindur, en einhver él, en sér til sólar á milli. Frost 2 til 5 stig.

Föstudagurinn langi 25. mars
Gengur sennilega í N-átt með kólnandi veðri og éljagangi. Léttir heldur til þegar frá líður. Frost um 4 til 7 stig.

Laugardagur 26. mars og páskadagur
NA-átt lengst af fremur hæg gola og með henni eitthvað um él, en kaflar á mill þar sem sólin nær í gegn. Klárlega frost um 5 til 7 stig á morgnana, en 3 til 4 stig yfir daginn.

Annar í páskum, 28. mars
Breytingar í uppiglingu og mildara lofti er spáð norður fyrir land. Hugsanlega gerist það ekki fyrr en á þriðjudag og þá heldur meiri gola með snjókomu og síðar slyddu.

 

18 Mars 17:00
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur