Reglur fyrir uppgöngu í Hlíðarfjalli

Uppgöngureglur

 Við hvetjum fjallaskíðafólk til þess að hafa meðferðis snjóflóðaýli, stöng og skóflu.

Við bendum uppgöngufólki sem hyggur á lengri ferðir að skrá sín ferðalög á Safetravel.

Við bendum á 112 appið í farsíma þar sem hægt er að skrá gps punkta og hringja á hjálp í gegnum appið sem þá gefur upp staðsetningu þess sem hringir.