Ertu byrjandi eða viltu bæta við kunnáttuna?
Skíða- og brettafólk á öllum aldri og á öllum getustigum hefur notið góðs af einkakennslu hjá okkur. Þú velur það sem þú vilt leggja áherslu á og þær brekkur sem þú vilt sigrast á.
Hægt er að velja stærð hóps með því að bjóða fjölskyldu og vinum á svipuðu getustigi að vera með. Það skiptir engu máli hversu góð/ur þú ert, með þig í aðalhlutverki bætir þú fljótt stíl og tækni.
Vetur 2018-2019 | 1 1/2 klst |
---|---|
Einn í tíma | 12.500 á mann |
Tveir í tíma | 8.500 á mann |
Þrír í tíma | 7.500 á mann |
Ath! Ráðlegt er að panta fyrirfram til að auðvelda okkur að þjóna þér sem best á skidaskoli@hlidarfjall.is