Veðurspá Veðurvaktarinnar

16. apríl kl. 10:15

ESv

 

Veðurspá fyrir Hlíðarfjall 17. til  22.apríl - páskahelgin

Snjóbráð til að byrja með, lengst af sól með köflum og ágætis veður.  Þó fremur hvass á skírdag.  Kólnar á páskadag og með nýrri snjóföl upp frá því.

 

17. - miðvikudagur

Sunnan gola og skýjað með köflum.  Bjart yfir og alveg þurrt. Hiti 4 til 7 stig.

 

18. - skírdagur

Heldur hvassari SV-átt, 10-13 m/s. Léttskýjað, snjóbráð og hiti 6 til 7 stig. 

 

19. – föstudagurinn langi

Hægari S-átt, 3-5 m/s. Bjart yfir, en breiður af hærri skýjum. Kólnar heldur og hiti 2 til 4 stig.  Frystir um nóttina! 

 

20. – laugardagur

Hæg S-átt og bjartviðri, en þó varla alveg glampandi sól. Hiti rétt yfir frostmarki.

 

21. - páskadagur

Gæti snjóað lítillega á páskadag.  Annars rólegheitaveður.  Hiti um eða rétt undir frostmarki.

 

22. – annar í páskum

Snýst í N-átt með nýjum snjó í fjallinu.