Veðurspá

Veðurspá fyrir Hlíðarfjall 16. til 21. febrúar. Gerð 15. febrúar kl. 10:45

  

16. föstudagur

 

Nokkuð bjart í SV-átt, allhvasst og byljótt fram yfir hádegi, en lægir þegar líður á daginn og um kvöldið. Frost 2 til 3 stig.    

 

17. laugardagur

 

V-átt og horfur á að hún verði fremur hæg, 3 – 6 m/s. Skýjað með köflum, sólarglennur, en hugsanlega smáél um morguninn.  Frost 3 til 5 stig.  

 

18. sunnudagur

 

Það lítur út fyrir mjög fínt veður í Hlíðarfjalli, nánast logn, sól um morguninn, en síðan breiða yfir af háum skýjum.  Frost allt að 10 stig fyrst um morguninn, en 2 til 3 stig yfir miðjan daginn.  

 

19. mánudagur

 

Hlýnar um tíma og gerir jafnvel skammvinna hláku og einnig í fjallinu. Strekkings SA-átt snemma morguns og með slyddu eða bleytusnjó, en veður lagast síðan þegar kemur fram á daginn.  Hins vegar verður áfram fremur hvasst í lofti meira og minna til kvölds. 

 

20. og 21. þriðjudagur og miðvikudagur

 

Horfur á fremur hvössum SV-vindi framan af, en síðan hægur vindur og með sólríkur veðri og vægu frosti um og upp úr miðri viku.