Veðurspá

Veðurspá fyrir Hlíðarfjall 5. apríl til 8. apríl. Gerð 5. apríl kl. 09:15

 

Veðurspá fyrir Hlíðarfjall 5. til 8. apríl.

Enn ein helgin þar sem útlit er fyrir frábært skíðaveður og aðstæður.  Nýr snjór er yfir öllu eftir él síðustu daga.  Endurkast í sólinni er því mikið og birta skær bæði fyrir húð og augu. 

 

5. apríl - fimmtudagur

 

Smáél fram eftir degi, en síðan rofar til. Hægviðri. Frost 1 til 2 stig í dag, en stjörnubjart og kalt í nótt. 

 

6. apríl - föstudagur

 

Hægur vindur eða logn og allt að því heiðríkja og vorsólin er sterk að auki með endurkasti frá nýjum snjónum í brekkunum.  Munið sólvörnina !  Hiti um frostmark yfir miðjan daginn, en aftur frystir um kvöldið.

 

7. apríl - laugardagur

 

Suðvestan gola, 3-5 m/s.  Skýjað með köflum og smáél, einkum um morguninn.  Léttir aftur til um kvöldið. Vægt frost að deginum, en talsverður gaddur um kvöldið og nóttina.

 

8. apríl - sunnudagur

 

Sunnan andvari og enn einn sólardagurinn.  Frost um 5 stig um morguninn, en um 0°C yfir hádegið.