Reglur fyrir uppgöngu í Hlíðarfjalli

 Uppgönguleiðin er upp frá Skíðastöðu/Skíðahóteli og sem leið liggur norðan við Rennslið að Strýtuplani. Þaðan skal ganga norðan megin í Norðurbakka og þvera svo á móts við Neyðarbrautina og ganga svo upp sunnan megin í Norðurbakka undir Stromplyftu til suðvesturs og svo áleiðis til norðvesturs og upp sneiðingin sé hann opinn

Uppgöngureglur

 Við hvetjum fjallaskíðafólk til þess að hafa meðferðis snjóflóðaýli, stöng og skóflu.

Við bendum uppgöngufólki sem hyggur á lengri ferðir að skrá sín ferðalög á Safetravel.

Við bendum á 112 appið í farsíma þar sem hægt er að skrá gps punkta og hringja á hjálp í gegnum appið sem þá gefur upp staðsetningu þess sem hringir.