Skíða- og brettaskóli

Nýir rekstraraðilar sjá nú um skíða- og brettaskóla Hlíðarfjalls. Nánari upplýsingar í síma 773 6625 og info@icelandsnowsports.com

Vetrarfrí 2021, 17.-28. febrúar.
Dagana 17.-28. febrúar verður skíðaskólinn starfræktur alla daga frá kl. 10-12. Laugardaginn 20. febrúar og sunnudaginn 21. febrúar ætlum við að vera með opið líka frá kl. 15-17.

Lágmark nemanda í kennslustund eru 6 nemendur. Fjöldi nemenda per skíðakennara er 10 nemendur en 8 nemendur fyrir brettakennara.
 
Foreldrum er velkomið að ná í búnað barna sinna í skíðaleigu degi fyrir kennslu.