Skíða- og brettaskóli

Ath!  Til að tryggja öruggt pláss í skíðaskólanum þarf að panta fyrirfram.

Skíða- og brettaskóli Hlíðarfjalls er opin allar helgar  frá kl. 10-12 eða 10-14. Þar gefst kostur á að sækja skipulagða tíma fyrir börn á aldrinum 5-12 ára. Lyftukort er innifalið fyrir alla nemendur og einnig hádegismatur fyrir þá sem eru til kl. 14.

Fyrsti dagur frá kl. 10-12 er kr. 5.900 og kr. 7.900 frá kl. 10-14. Tveir eða fleiri dagar pr. skipti frá kl. 10-12 kr. 5.300  og kr. 7.100 frá kl. 10-14. Verð á leigubúnaði er 2.000 fyrir eitt skipti. ATH. hægt er að panta og greiða fyrir skíða- og brettaskólann samstundis á heimasíðu okkar. Skráning og greiðsla.

Einnig er einkakennsla í boði fyrir alla aldurshópa og öll getustig. Hægt er að panta einka- hópkennslu í tölvupósti skidaskoli@hlidarfjall.is eða í síma 462-2280, nánari upplýsingar hér.

Hvetjum alla til að mæta tímanlega, hálftíma fyrr, til að kennsla geti hafist á réttum tíma.