Börn

Skíða- og brettaskóli Hlíðarfjalls er fyrir börn á aldrinum 5 - 15 ára.  Ekki er tekið á móti yngri börnum í skólann en við bjóðum upp á einkakennslu sem hentar yngri börnum betur. Allar helgar og hátíðisdaga frá kl. 10-12 . Lyftukort er innifalið á meðan kennslu stendur

Skráið börnin tímanlega til að tryggja pláss. Skráningarblað fyrir skíðaskólann í Hlíðarfjalli

Hafið í huga að börnin læra mest ef foreldrar eru í hæfilegri fjarlægð. 

Vetur 2021-2022 frá kl. 10-12      
Skíða- eða snjóbrettaskóli 6.500  
Systkinaafsláttur 5.850  
Leiga á búnaði (allur dagurinn)  2.500  

 

Eitthvað fyrir hressa krakka sem vilja læra á skíði og bretti eða bara leika sér með skemmtilegum kennurum og fullt af krökkum. Börnin renna sér með krökkum sem eru svipuð að getu og aldri eins og best verður við komið.

Byrjandinn mun öðlast öryggi í brekkunum með því að læra undirstöðuatriðin eins og að stoppa, beygja, stjórna hraðanum og að nota barnalyftuna (Hólabraut).

Þau sem hafa öðlast öryggi í barnalyftunni en vilja fá hjálp til að komast áfram, læra á stólalyftuna og jafnvel komast upp úr plógnum (taka samsíða beygjur). Þessi hópur mun kynnast Fjallinu alveg upp á nýtt í öruggu umhverfi, undir leiðsögn hæfra kennara.

Snillingurinn er fyrir krakka sem náð hafa góðum tökum á samsíðabeygjunni en vilja læra svo miklu meira. Fjallið er kannað með skemmtilegum kennurum. Hlíðarfjall býður upp á endalausa möguleika fyrir klára krakka, Strýtan, ævintýraleiðir og m.fl.

Skíða- og brettaskólinn er ekki síður hugsaður sem afþreying fyrir börn og foreldra þeirra en skíðaskóli. Það getur verið skemmtileg tilbreyting fyrir krakkana að renna sér með sínum jafnöldrum og ekki síður fyrir foreldrana að fá tækifæri til að renna sér ein í brekkunum stundarkorn.

Í Skíða- og brettaskólanum leggjum við mikla áherslu á að allir fari ánægðir heim. Við blöndum saman leik og kennslu og leggjum áherslu á að börnin læri um reglur og umgengni á skíðasvæðum og að bjarga sér sjálf.

Allir nemendur fá skírteini að loknum skóla þar sem fram kemur allt það sem þeirr hafa lært og gert yfir daginn.

Það sem börnin ættu að hafa með sér:

Góðar hlífðarbuxur - vatnshelda vettlinga7 auka vettlinga - buff um hálsinn - Skíðagleraugu eða sólgleraugu, (skíðagleraugu eru betri)

Hjálm - sólaráburð ef  þarf 

Styrkleikaflokkar:

 

0. stig Byrjandi, getur ekki stoppað sjálf/ur.

 

1. stig Hefur prófað að skíða áður og getur stoppað sig í "pizzu" (plóg). Getur beygt örugglega í pizzubeygjum í léttustu brekkunum. Krökkunum er kennt að fara í byrjendalyftuna.

 

2. stig Farin að geta sett saman skíðin í lok beygjunnar. Líður best í grænu brekkunum.

 

3. stig Farin að geta sett skíðin saman við miðbik beygjunnar, skíðar í grænu brekkunum og farinn að geta skíðað léttu bláu brekkurnar. Getur haft skíðin saman við miðbik beygjunnar, farin að blanda saman grænum og bláum brekkum.

 

4. stig Getur skíðað þægilega með skíðin samhliða með staftökum í grænum og bláum brekkum.

 

5. stig Getur tekið stuttar öruggar beygjur í bláum, rauðum og svörtum brekkum.

  6. stig Getur tekið stuttar taktfastar beygjur í svörtum erfiðum brekkum í mismunandi skíðafæri.