Snjóöryggi

Gildistími

28.03.2021
29.03.2021

Brúnin

Hættumat í gildi

Mikil hætta. Snjóþekjan í Brúninni er víðast óstöðug í bröttum brekkum. Líklegt er að snjóflóð falli víða í bröttum brekkum, jafnvel við lítið álag á snjóþekjuna. Við sérstakar aðstæður geta fallið fjölmörg miðlungsstór og oft á tíðum stór náttúruleg snjóflóð.

Nokkuð hefur bætt á nýjan snjó ofan á hart lag. Snjóbrettamaður kom af stað litlu flóði í gær við að fara fram af brúninni norðan Harðarvörðu.

Ekki hefur verið gert eiginlegt mat vegna lokunar á svæðinu en rétt er að vara fólk við að þvera brattari brekkur á uppgöngu. 

Líkleg þróun snjóflóðahættu í Brúnin

Stendur í stað

---

Stendur í stað

Hlíðarhryggur-Reithóll

Hættumat í gildi

Töluverð hætta. Snjóþekjan í Hlíðarhrygg-Reithól er nokkuð víða óstöðug eða frekar óstöðug í bröttum brekkum. Snjóflóð geta fallið við lítið álag á snjóþekjuna sér í lagi í bröttum brekkum. Við sérstakar aðstæður geta fallið miðlungsstór og einstaka stór náttúruleg snjóflóð.

Nokkuð hefur bætt á nýjan snjó ofan á hart lag. Snjóbrettamaður kom af stað litlu flóði í gær við að fara fram af brúninni norðan Harðarvörðu.

Ekki hefur verið gert eiginlegt mat vegna lokunar á svæðinu en rétt er að vara fólk við að þvera brattari brekkur á uppgöngu. 

Líkleg þróun snjóflóðahættu í Hlíðarhrygg N-NA

Stendur í stað

Líkleg þróun snjóflóðahættu í Reithól S-SA-A

Stendur í stað

Púðurbakki og Mannshryggur

Hættumat í gildi

Töluverð hætta. Snjóþekjan í Púðurbakka og Mannshrygg er nokkuð víða óstöðug eða frekar óstöðug í bröttum brekkum. Snjóflóð geta fallið við lítið álag á snjóþekjuna sér í lagi í bröttum brekkum. Við sérstakar aðstæður geta fallið miðlungsstór og einstaka stór náttúruleg snjóflóð.

Nokkuð hefur bætt á nýjan snjó ofan á hart lag. Snjóbrettamaður kom af stað litlu flóði í gær við að fara fram af brúninni norðan Harðarvörðu.

Ekki hefur verið gert eiginlegt mat vegna lokunar á svæðinu en rétt er að vara fólk við að þvera brattari brekkur á uppgöngu. 

Líkleg þróun snjóflóðahættu í Púðurbakka-Mannshrygg SA-A-NA

Stendur í stað

Kort

Markmið
Snjóflóðahættumat í Hlíðarfjalli er gert daglega til þess að tryggja öryggi gesta og notenda innan merktra skíðabrauta, í mannvirkjum og í skíðalyftum.  Séu líkur á því að snjóflóð geti fallið og náð inná skipulagða skíðaleið þá er viðkomandi skíðaleið  eða svæði lokað fyrir allri umferð eða virkum mildunaraðgerðum beitt til þess að draga tímabundið úr snjóflóðahættu. 

Landsvæði
Snjóflóðahættumatið er gert fyrir skíðasvæðið í Hlíðarfjalli og afmarkast svæðið sem hættumatið nær til af upptakasvæðum í Suðurdal, Reithól, Brún, Púðurbakka og Mannshrygg og þeim skíðaleiðum og mannvirkjum sem getur stafað hætta af snjóflóðum. Það er ekki lýsandi fyrir snjóflóðahættu utan þess svæðis og er einungis  gert með gesti og notendur í Hlíðarfjalli í huga. 

 Ábyrgð
Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli ber ekki ábyrgð á afleiðingum af hegðun gesta og notenda sem ekki fara eftir tilmælum í hættumati, virða ekki takmarkandir á umferð, tilmæli starfsfólks,varúðarmerkingar eða lokanir á brautum, skíðaleiðum og lyftum vegna snjóflóðahættu. Öll umferð utan merktra brauta eða um upptakasvæði er á eigin ábyrgð. Gáleysi eða annað hátterni sem ógnar lífi gesta og notenda innan merktra brauta er óásættanlegt.

Miðlun snjóflóðamats til notenda og gesta
Upplýsingaskilti um snjóflóðahættu er staðsett við Stromplyftu og er uppfært í samræmi við niðurstöðu daglegs hættumats.  Hættusvæði eru síðan merkt og umferð takmörkuð, leiðum eða lyftum lokað með viðeigandi merkingum og borðum sé  niðurstaða hættumats að það séu líkur á því að snjóflóð geti fallið og náð inná skipulagða skíðaleið.

Mildunaraðgerðir

Mildunaraðgerðir eru aðgerðir með sprengihleðslum, troðara eða öðrum aðferðum til þess að draga tímabundið úr líkum á snjóflóðum og draga úr stærð þeirra. Skíðasvæðið er rýmt af óviðkomandi aðilum áður en aðgerðir hefjast.

Snjóflóð á opnunartíma
Falli flóð á opnunartíma skíðasvæðis skal tilkynna slíkt strax og kanna svo fljótt sem auðið er hvort það séu vísbendingar um að einhverjir hafi lent í snjóflóðinu. Skíðagæsla tryggir öryggi notenda með því að loka lyftum eða svæðum er hætta steðjar að. Ef vísbendingar eru um notendur  í flóðinu  skal hringja í 112 og þá er bráðaviðbragðsáætlun Hlíðarfjalls sett í gang.