Vinir Hlíðarfjalls

Þann 8. mars 2006 var skrifað undir fimm ára samstarfssamning við Vini Hlíðarfjalls um stuðning við rekstur snjóframleiðslukerfis í Hliðarfjalli. Kerfið var tekið í notkun þann 17. desember 2005 og stuðlar að öruggari rekstri Hlíðarfjalls. Breytt veðurfar kallaði á aðgerðir því þótt öll mannvirki og aðstaða á svæðinu séu til fyrirmyndar er erfitt að skíða ef snjóinn vantar.

Vinir Hlíðarfjalls er hópur fyrirtækja sem öll eru leiðandi í íslensku atvinnulífi. Þau vilja með samstarfssamningnum renna styrkum stoðum undir rekstur skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli og efla þar með ferða- og atvinnumál á Akureyri.