Uppgönguleið vetur 2018/2019

Uppganga í Hlíðarfjalli er aðeins leyfileg eftir merktum leiðum. Merkt leið byrjar við bílastæði norðvestur af Skíðastöðum (skíðahótelinu). Sú leið liggur svo norðanmegin við girðinguna í Rennslinu og sem leið liggur að Strýtuskála og svo upp norðanmegin í Norðurbakka upp að þar sem Hjalteyrin byrjar. Við þau gatnamót skal þvera Norðurbakka til suðurs og fara upp sem leið liggur sunnanmeginn í Norðurbakkanum. Leiðin er vörðuð með rauðum doppum. Gæta skal sérstaklega að sér þegar brautir eru þveraðar en á leiðinni upp er Ævintýraleiðin þveruð tvisvar og svo Norðurbakki.  Við hvetjum notendur til þess að kynna sér snjóflóðahættumat á skilti við Strýtuskála og gera prófun á ýli. Verum klár- verum örugg. Hér eru uppgöngureglurnar