Andrésar Andarleikarnir 2017

42. Andrés­ar and­ar leik­arn­ir verða sett­ir í Íþrótta­höll­inni á Ak­ur­eyri í kvöld en keppni fer fram fimmtu­dag, föstu­dag og laug­ar­dag. Keppendur eru tæplega 800 á aldrinum 5 -15 ára frá 18 íslenskum félögum og eru leikarnir því stærsta skíðamót landsins. Keppendum fylgja þjálfarar, fararstjórar og fjölskyldur og sækja því um 2500 - 3000 manns leikana. 

Ásamt alpagreinum og skíðagöngu er keppt í tiltölulega nýrri grein, snjóbrettum, auk stjörnuflokks þar sem keppa fatlaðir íþróttamenn. Þetta er annað árið sem 5 ára börnum er boðið að taka þátt í leikjabraut þar sem öllu máli skiptir að hafa gaman saman en ekki að vinna.

Aðstæður í Hlíðarfjalli eru með góðu móti, hér er nægur snjór í leiðum og fínt færi. Starfsfólk Hlíðarfjalls hlakkar mikið til að fá keppendur og fylgdarlið í bæinn.