Opið allan sólarhringinn í Hlíðarfjalli 6-7 maí

Formlega lýkur skíðavetrinum núna um helgina en skíðalyfturnar verða ræstar aftur kl. 15 föstudaginn 6. maí og ganga viðstöðulaust til kl. 23 laugardaginn 7. maí

Fólk getur því rennt sér í vorrökkrinu aðfaranótt laugardagsins og fagnað dagrenningu á laugardagsmorgun á skíðum.