Veitingasala

Veitingasala er á tveimur stöðum í Hlíðarfjalli; í þjónustumiðstöðinni í skíðahótelinu sjálfu og einnig í Strýtu en þangað verður að fara með stólalyftunni Fjarkanum.  Á boðstólum eru gúllassúpa, franskar, pylsur, samlokur, kakó, kaffi, gos og fleira.

Nestishús var tekið í notkun haustið 2010 og er það staðsett við skíðahótelið. Með tilkomu þess færist nestisaðstaðan úr skíðahótelinu. Nestisaðstaða er einnig í veitingasölunni við Strýtu.