Veitingasala

Veitingasala er á tveimur stöðum í Hlíðarfjalli; í skíðahótelinu sjálfu og í Strýtuskálanum en þangað verður að fara með stólalyftunni Fjarkanum.  Á boðstólum eru gúllassúpa, franskar, pylsur, samlokur, kakó, kaffi, gos og fleira. 

Nestisaðastaða er í Nestishúsi við skíðahótelið. Þar er einnig selt gos, kaffi, brauð og fleira og á góðviðrisdögum eru grillaðar pylsur. Nestisaðstaða er einnig í veitingasölunni við Strýtu.

 Grillað við Nestishús á góðum degi