Veitingasala

Veitingasala er á tveimur stöðum í Hlíðarfjalli; í skíðahótelinu sjálfu og í Strýtuskálanum en þangað verður að fara með stólalyftunni Fjarkanum.  Á boðstólum eru gúllassúpa, franskar, pylsur, samlokur, kakó, kaffi, gos og fleira.  

Nestisaðstaða er við skíðahótelið en þar eru bekkir og borð sem má nýta sér. Nestisaðstaða er einnig inni við veitingasölu á skíðahóteli og í Strýtuskála.