Öryggi/Reglur

Gildistími

29.04.2025
31.05.2025

Hlíðarhryggur-Reithóll

Hættumat í gildi

Nokkur hætta. Snjóþekjan í Hlíðarhrygg Reithól er almennt stöðug en í einstaka bröttum brekkum er stöðugleikinn minni. Snjóflóð geta fallið við mikið álag á snjóþekjuna, sér í lagi í bröttum brekkum. Litlar líkur eru taldar á stórum náttúrulegum snjóflóðum.

29.04.25

Snjóalög eru nú orðin algjörlega blaut og frysta ekki á næturnar.

Allar hlíðar eru farnar að sýna punktlosanir og blaut snjóflóð.

Skíðaleiðir í óbyggðum líta enn út fyrir að vera í þokkalegu ástandi.

Farið varlega — gætið að steinum og sprungum vegna rennslis.

Þetta verður síðasta uppfærslan frá Skíðageisla Hlíðarfjalli.

Gleðilegt sumar! Sjáumst á næsta ári!

Eng

Snowpack is now completely wet and not refreezing at night. 

All aspect are starting to show point release and wet avalanches. 

The backcountry runs looks still in a decent shape

Look out for rocks and glide crack. 

This will be the last update from Skiðageisla Hliðarfjall 

Happy Summer! And see you next year! 

Hlíðarhryggur-Reithóll snjóflóðahætta

Fer vaxandi

Brúnin

Hættumat í gildi

Nokkur hætta. Snjóþekjan í Brúnin er almennt stöðug en í einstaka bröttum brekkum er stöðugleikinn minni. Snjóflóð geta fallið við mikið álag á snjóþekjuna, sér í lagi í bröttum brekkum. Litlar líkur eru taldar á stórum náttúrulegum snjóflóðum.

29.04.25

Snjóalög eru nú orðin algjörlega blaut og frysta ekki á næturnar.

Allar hlíðar eru farnar að sýna punktlosanir og blaut snjóflóð.

Skíðaleiðir í óbyggðum líta enn út fyrir að vera í þokkalegu ástandi.

Farið varlega — gætið að steinum og sprungum vegna rennslis.

Þetta verður síðasta uppfærslan frá Skíðageisla Hlíðarfjalli.

Gleðilegt sumar! Sjáumst á næsta ári!

Eng

Snowpack is now completely wet and not refreezing at night. 

All aspect are starting to show point release and wet avalanches. 

The backcountry runs looks still in a decent shape

Look out for rocks and glide crack. 

This will be the last update from Skiðageisla Hliðarfjall 

Happy Summer! And see you next year! 

Brúnin- Fjallkonuhæð Snjóflóðahætta

Fer vaxandi

Púðurbakki og Mannshryggur

Hættumat í gildi

Lítil hætta. Snjóþekjan í Púðurbakka og Mannshrygg er almennt stöðug og vel samanbundin. Snjóflóð geta fallið á afmörkuðum svæðum í mjög bröttum og hættulegum brekkum við mikið álag á snjóþekjuna. Einu náttúrulegu snjóflóðin sem geta fallið eru smáspýjur

29.04.25

Snjóalög eru nú orðin algjörlega blaut og frysta ekki á næturnar.

Allar hlíðar eru farnar að sýna punktlosanir og blaut snjóflóð.

Skíðaleiðir í óbyggðum líta enn út fyrir að vera í þokkalegu ástandi.

Farið varlega — gætið að steinum og sprungum vegna rennslis.

Þetta verður síðasta uppfærslan frá Skíðageisla Hlíðarfjalli.

Gleðilegt sumar! Sjáumst á næsta ári!

Eng

Snowpack is now completely wet and not refreezing at night. 

All aspect are starting to show point release and wet avalanches. 

The backcountry runs looks still in a decent shape

Look out for rocks and glide crack. 

This will be the last update from Skiðageisla Hliðarfjall 

Happy Summer! And see you next year! 

Púðurbakki og Mannshryggur Snjóflóðahætta

Fer vaxandi

Kort

Markmið
Snjóflóðahættumat í Hlíðarfjalli er gert daglega til þess að tryggja öryggi gesta og notenda innan merktra skíðabrauta, í mannvirkjum og í skíðalyftum.  Séu líkur á því að snjóflóð geti fallið og náð inná skipulagða skíðaleið þá er viðkomandi skíðaleið  eða svæði lokað fyrir allri umferð eða virkum mildunaraðgerðum beitt til þess að draga tímabundið úr snjóflóðahættu. 

Landsvæði
Snjóflóðahættumatið er gert fyrir skíðasvæðið í Hlíðarfjalli og afmarkast svæðið sem hættumatið nær til af upptakasvæðum í Suðurdal, Reithól, Brún, Púðurbakka og Mannshrygg og þeim skíðaleiðum og mannvirkjum sem getur stafað hætta af snjóflóðum. Það er ekki lýsandi fyrir snjóflóðahættu utan þess svæðis og er einungis  gert með gesti og notendur í Hlíðarfjalli í huga. 

 Ábyrgð
Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli ber ekki ábyrgð á afleiðingum af hegðun gesta og notenda sem ekki fara eftir tilmælum í hættumati, virða ekki takmarkandir á umferð, tilmæli starfsfólks,varúðarmerkingar eða lokanir á brautum, skíðaleiðum og lyftum vegna snjóflóðahættu. Öll umferð utan merktra brauta eða um upptakasvæði er á eigin ábyrgð. Gáleysi eða annað hátterni sem ógnar lífi gesta og notenda innan merktra brauta er óásættanlegt.

Miðlun snjóflóðamats til notenda og gesta
Upplýsingaskilti um snjóflóðahættu er staðsett við Stromplyftu og er uppfært í samræmi við niðurstöðu daglegs hættumats.  Hættusvæði eru síðan merkt og umferð takmörkuð, leiðum eða lyftum lokað með viðeigandi merkingum og borðum sé  niðurstaða hættumats að það séu líkur á því að snjóflóð geti fallið og náð inná skipulagða skíðaleið.

Mildunaraðgerðir

Mildunaraðgerðir eru aðgerðir með sprengihleðslum, troðara eða öðrum aðferðum til þess að draga tímabundið úr líkum á snjóflóðum og draga úr stærð þeirra. Skíðasvæðið er rýmt af óviðkomandi aðilum áður en aðgerðir hefjast.

Snjóflóð á opnunartíma
Falli flóð á opnunartíma skíðasvæðis skal tilkynna slíkt strax og kanna svo fljótt sem auðið er hvort það séu vísbendingar um að einhverjir hafi lent í snjóflóðinu. Skíðagæsla tryggir öryggi notenda með því að loka lyftum eða svæðum er hætta steðjar að. Ef vísbendingar eru um notendur  í flóðinu  skal hringja í 112 og þá er bráðaviðbragðsáætlun Hlíðarfjalls sett í gang.