Öryggi/Reglur

Gildistími

29.04.2025
31.05.2025

Hlíðarhryggur-Reithóll

Hættumat í gildi

Engin spá í gildi

20.11.25

Vestsuðvestan vindur 3 m/s með hviðum allt að 7 m/s.

10 cm nýr snjór hvílir á 15 cm harðri skorpu með um 15 cm botnlagi af rúnum kornum frá síðustu athugun.

Líklegt er að efsta lagið verði vindmótað við veðuraðstæður dagsins.

Heildarsnjómagn hefur hægt og bítandi aukist síðustu viku og lækir og gil eru smám saman að fyllast.

Enn er ráðlagt að gæta varúðar fyrir þá sem hyggja á fjallaskíðun í nágrenni skíðasvæðisins.

 

English

WSW winds 3m/s with gust up to 7m/s 

10 cm fresh snow on a 15cm hard layer with a 15 cm base of rounded grains from last observation. 

Top layer is likely to get wind affected with today's weather. 

General snow has been slowly increasing over the past week, creeks and gullies are getting more filled up. 

Caution is advise for people thinking of going ski touring around the ski area. 

Hlíðarhryggur-Reithóll snjóflóðahætta

Fer vaxandi

Brúnin

Hættumat í gildi

Engin spá í gildi

20.11.25

Vestsuðvestan vindur 3 m/s með hviðum allt að 7 m/s.

10 cm nýr snjór hvílir á 15 cm harðri skorpu með um 15 cm botnlagi af rúnum kornum frá síðustu athugun.

Líklegt er að efsta lagið verði vindmótað við veðuraðstæður dagsins.

Heildarsnjómagn hefur hægt og bítandi aukist síðustu viku og lækir og gil eru smám saman að fyllast.

Enn er ráðlagt að gæta varúðar fyrir þá sem hyggja á fjallaskíðun í nágrenni skíðasvæðisins.

 

English

WSW winds 3m/s with gust up to 7m/s 

10 cm fresh snow on a 15cm hard layer with a 15 cm base of rounded grains from last observation. 

Top layer is likely to get wind affected with today's weather. 

General snow has been slowly increasing over the past week, creeks and gullies are getting more filled up. 

Caution is advise for people thinking of going ski touring around the ski area. 

Brúnin- Fjallkonuhæð Snjóflóðahætta

Fer vaxandi

Púðurbakki og Mannshryggur

Hættumat í gildi

Engin spá í gildi

20.11.25

Vestsuðvestan vindur 3 m/s með hviðum allt að 7 m/s.

10 cm nýr snjór hvílir á 15 cm harðri skorpu með um 15 cm botnlagi af rúnum kornum frá síðustu athugun.

Líklegt er að efsta lagið verði vindmótað við veðuraðstæður dagsins.

Heildarsnjómagn hefur hægt og bítandi aukist síðustu viku og lækir og gil eru smám saman að fyllast.

Enn er ráðlagt að gæta varúðar fyrir þá sem hyggja á fjallaskíðun í nágrenni skíðasvæðisins.

 

English

WSW winds 3m/s with gust up to 7m/s 

10 cm fresh snow on a 15cm hard layer with a 15 cm base of rounded grains from last observation. 

Top layer is likely to get wind affected with today's weather. 

General snow has been slowly increasing over the past week, creeks and gullies are getting more filled up. 

Caution is advise for people thinking of going ski touring around the ski area. 

Púðurbakki og Mannshryggur Snjóflóðahætta

Fer vaxandi

Kort

Markmið
Snjóflóðahættumat í Hlíðarfjalli er gert daglega til þess að tryggja öryggi gesta og notenda innan merktra skíðabrauta, í mannvirkjum og í skíðalyftum.  Séu líkur á því að snjóflóð geti fallið og náð inná skipulagða skíðaleið þá er viðkomandi skíðaleið  eða svæði lokað fyrir allri umferð eða virkum mildunaraðgerðum beitt til þess að draga tímabundið úr snjóflóðahættu. 

Landsvæði
Snjóflóðahættumatið er gert fyrir skíðasvæðið í Hlíðarfjalli og afmarkast svæðið sem hættumatið nær til af upptakasvæðum í Suðurdal, Reithól, Brún, Púðurbakka og Mannshrygg og þeim skíðaleiðum og mannvirkjum sem getur stafað hætta af snjóflóðum. Það er ekki lýsandi fyrir snjóflóðahættu utan þess svæðis og er einungis  gert með gesti og notendur í Hlíðarfjalli í huga. 

 Ábyrgð
Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli ber ekki ábyrgð á afleiðingum af hegðun gesta og notenda sem ekki fara eftir tilmælum í hættumati, virða ekki takmarkandir á umferð, tilmæli starfsfólks,varúðarmerkingar eða lokanir á brautum, skíðaleiðum og lyftum vegna snjóflóðahættu. Öll umferð utan merktra brauta eða um upptakasvæði er á eigin ábyrgð. Gáleysi eða annað hátterni sem ógnar lífi gesta og notenda innan merktra brauta er óásættanlegt.

Miðlun snjóflóðamats til notenda og gesta
Upplýsingaskilti um snjóflóðahættu er staðsett við Stromplyftu og er uppfært í samræmi við niðurstöðu daglegs hættumats.  Hættusvæði eru síðan merkt og umferð takmörkuð, leiðum eða lyftum lokað með viðeigandi merkingum og borðum sé  niðurstaða hættumats að það séu líkur á því að snjóflóð geti fallið og náð inná skipulagða skíðaleið.

Mildunaraðgerðir

Mildunaraðgerðir eru aðgerðir með sprengihleðslum, troðara eða öðrum aðferðum til þess að draga tímabundið úr líkum á snjóflóðum og draga úr stærð þeirra. Skíðasvæðið er rýmt af óviðkomandi aðilum áður en aðgerðir hefjast.

Snjóflóð á opnunartíma
Falli flóð á opnunartíma skíðasvæðis skal tilkynna slíkt strax og kanna svo fljótt sem auðið er hvort það séu vísbendingar um að einhverjir hafi lent í snjóflóðinu. Skíðagæsla tryggir öryggi notenda með því að loka lyftum eða svæðum er hætta steðjar að. Ef vísbendingar eru um notendur  í flóðinu  skal hringja í 112 og þá er bráðaviðbragðsáætlun Hlíðarfjalls sett í gang.