Brekkur

Alls eru 24 merktar skíðabrekkur í Hlíðarfjalli sem eru allar færar við kjöraðstæður. Á yfirlitskortinu eru þær í ólíkum litum sem tákna ólíkan bratta. Græn braut er byrjendabraut, blá er auðveld og nær aldrei brattari en 15 gráður, rauð er meðal erfið og meðal brött, svört er mjög erfið og mjög brött og fjólublátt táknar göngubrautir.

Heildar skíðaleiðir: 14,9 km        Lengsta skíðaleið: 2,3 km

Hlidarfjall_16april08_1