Vetrarkortin taka gildi þegar skíðasvæðið opnar. Ath vetrarkort sem keypt verða veturinn 2022-2023 eru á ábyrgð kaupanda. Force majeure atvik, svo sem veðurfar og lokanir vegna annarra óviðráðanlegra atvika veita ekki rétt til endurgreiðslu eða afsláttar.
Vetur 2022-2023 | Verð |
---|---|
Vetrarkort fullorðnir - gildir líka í göngubraut | 59.400 |
Vetrarkort börn / 17. ára og yngri | 9.800 |
Vetrarkort 67+ | 46.200 |
Vetrarkort / skólakort fyrir framhalds og háskólanema | 22.550 |
Öryrkjar | 9.800 |
Vetrarkort - skíðaganga | 15.400 |
Vetrarkort - skíðaganga börn | 2.500 |
Vetrar- og sumarkort (gildir út ágúst 2023) | 73.700 |
Skíða- og sundkort (gildir frá 1. nóv -31. okt) | 70.400 |
Sumarkort fullorðinn | 30.250 |
Sumarkort barn |
7.700 |
Forsala á vetrarkortum Fullorðnir 46.200 - börn 8.300 / Skíðagöngukort fullorðnir 11.880 - börn 2.000 |
|
SKÍ iðkendur - með keppnisleyfi SKÍ | |
Vetrarkort SKÍ - fullorðnir 30.800 / börn 9.800 |
Nú þurfa allir skíðaiðkendur í Hlíðarfjalli að kaupa sér vasakort hvort sem er fyrir dagspassa eða vetrarkort. Kortið kostar 1.100 kr og er skilagjaldið 500 kr. Vasakortin eru mjög þægileg því ekki þarf að stinga þeim í lesara, aðgangsbúnaðurinn les kortið í vasa viðkomandi. Vasakortið er fjölnota og hægt að nota ár eftir ár.
Fríðindi fyrir alla vetrarkortseigendur Hlíðarfjalls - Norðurlandskort fylgir með hverju vetrarkorti sem keypt er í Hlíðarfjalli og veitir handhöfum tveggja daga lyftumiða á skíðasvæðunum vestan Eyjafjarðar þ.e. Dalvík, Ólafsfirði, Siglufirði og Sauðárkróki. Gildir ekki um páska, á Andrésar Andarleikunum og grunnskólafríum.
Skólakort fyrir framhalds- og háskólanema - gegn framvísun skólaskírteinis, innifalið í kortinu eru 5 skipti í sund
Vetrarkort SKÍ - er fyrir þá sem æfa og keppa á mótum sem eru á vegum Skíðasambands Íslands og eru með virkt keppnisleyfi.
Börn - barnakort miðast við 6-17 ára.
Fullorðnir - eru þeir sem eru orðnir 18 ára.
Frítt - Börn fædd 2017 og yngri eða þau sem ekki eru byrjuð í grunnskóla