Lokað í dag 11. mars vegna veðurs - Upplýsingar varðandi miðasölu fyrir helgina

Lokað er vegna veðurs í dag fimmtudaginn 11. mars.

Því miður þurfum við að hafa lokað í dag vegna veðurs.
Við munum skoða í fyrramálið hvernig opnun á morgun verður háttað.

Við munum byrja að vinna svæðið um leið og hægt verður og setjum við inn upplýsingar um 8 leytið í fyrramálið.
Eftir svona mikla snjókomu eins og undanfarna daga þá tekur 8-10 klst. að vinna svæðið svo hægt sé að opna það.
Þess má geta að enn á eftir að bæta í ofankomu þegar líða tekur á kvöldið.

Opnað verður fyrir miðasölu fyrir helgina kl: 8:30 föstudaginn 12. mars.