23.01.2022 Lokað í dag vegna hvassviðris.

Í dag verður lokað vegna hvassviðris. Hér hefur þó vindur gengið aðeins niður frá því sem var. Núna um 8:00 er 8m/sek í SSE og 15m/sek í hviðum. Hitastig er -4 gráður. Enn er spáð áframhaldandi vestlægum vind og á að bæta heldur í með degi. Á föstudaginn tók upp talsverðan snjó á neðra svæði og þarf að vinna vel aftur. Þetta eru ekki góðar áttir fyrir aðstæður í fjallinu. Það jákvæða er að það fer kólnandi og von fyrir snjókomu í vikunni. Góða helgi og sjáumst sem fyrst!