Andrésar Andarleikarnir 2019

Nú styttist óðfluga í lokasprett vetrarins. Næstu vikur hér í Hlíðarfjalli verða því fullar af fjöri. Ætlum við okkur hafa opið alla daga fram að 28. apríl en verður það lokadagur vetrarins. 

Andrésar Andarleikarnir verða á sínum stað í ár en verða þeir haldnir 24.- 27. apríl. Tilboð verður á lyftumiðum yfir þá daga en verður hægt að fá þriggja daga lyftupassa fyrir fullorðna 8000 kr og börn 2500 kr 

 

*Fróðleiksmoli*

Andrésar leikarnir voru fyrst haldnir 1976 og hafa verið árviss atburður síðan og notið vaxandi hylli allra sem þar hafa komið nálægt, bæði barna og fullorðinna. Þetta er fjölmennasta skíðamót landsins, hátt í 1.000 keppendur á aldrinum 4 -15 ára keppa í alpagreinum, skíðagöngu og snjóbrettum, að ógleymdri keppni í þrautabraut fyrir yngstu þátttakendurnar.

Fjölmargir skíðamenn eiga ljúfar minningar frá leikum liðinna ára og ekki er óalgengt að sjá fyrrum keppendur mæta brosandi með börnin sín á Andrésar leikana og flestir ef ekki allir okkar bestu skíðamenn byrjuðu sinn keppnisferil þar.