Sökum fjölda smita vegna Covid-19 undanfarna daga höfum við ákveðið að skipta föstudögum, laugardögum og sunnudögum upp í hólf , fyrri og seinnipart, og lengja opnunartíma á þessum dögum. Vetrarkorsthafar eru undanskildir tímapöntunum og geta komið þegar þeim hentar.
Á föstudögum verður opið frá kl. 11-19, fyrra hólf verður frá kl. 11-14:30 og seinna frá kl. 15-19.
Á laugardögum og sunnudögum verður opið frá kl. 09:30-17, fyrra hólf frá kl. 09:30-13 og seinna frá kl. 13:30-17
Lyftumiðar fyrir þessa þrjá daga verða settir í sölu kl. 3. á miðvikudögum ef veðurútlit er gott.
Kaupa þarf lyftumiða og vasakort á heimasíðu Hlíðarfjalls. Vasakortin verða seld hjá N1 á Akureyri, Leirunesti og Veganesti.
Munið að grímuskylda er innandyra og í röðum utandyra