Kvennaskíðaganga 16. mars

Laugardaginn 16. mars 2019 verður kvennaskíðagangan - Í spor Þórunnar hyrnu, haldin í 11. sinn.
Gangan hefst klukkan 13.00, skráning frá kl. 12.00. Gengið er án tímatöku og hægt að velja á milli 3 og 6 km. Að göngu lokinni verða léttar veitingar og GLÆSILEG útdráttarverðlaun.
Verð kr. 2000,- en 500,- fyrir 12 ára og yngri.
Kjörið tækifæri fyrir ömmur, mömmur, systur, dætur, vinkonur, vinnufélaga.... að koma og njóta útivistar og eiga góða stund saman!
Sjáumst í Hlíðarfjalli - fylgist með á fb -