Gott samstarf skilar árangri

Við óskum Þelamerkurskóla til hamingju með að hafa hlotið foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2017 og erum ánægð og stolt fyrir að hafa tekið þátt í þessu verkefni. Verkefnið hófst fyrir þremur árum og markmiðið er að gera útivistardag skólans að degi þar sem allir geti rennt sér með bros á vör 

Það þarf ekki endilega að eyða heilum skóladegi í skíðakennslu -  nemendur í 1. til 4. bekk Þelamerkurskóla komu í Hlíðarfjall í 4. skipti, 90 mín í senn eða frá kl. 12:15 til kl. 13:45 og fengu kennslu hjá skíða- og brettakennurum okkar. Fyrir þá nemendur sem vantaði skíði eða bretti var búið að taka til allan búnað þannig að allt var tilbúið þegar þeir mættu í fjallið og gátu nemendur þá skellt sér beint í brekkurnar og notið góðrar útivistar.