Fjallaskíða- og snjóflóðanámskeið

Fjallaskíða- og snjóflóðanámskeið

 

Iceland Snowsports og Avalanche Science hafa tekið höndum saman til að halda fjallaskíða- og snjóflóðanámskeið á Akureyri dagana 9.-12. mars og 23.-26. mars verður haldið námskeið sérstaklega fyrir konur. 

 

Farið verður yfir öll helstu öryggisatriði þegar kemur að því að ferðast um í fjalllendinu. Námskeiðið felur í sér snjóflóðaþjálfun 1 og AAA björgunareiningu sem er hluti af REC1+ námskeiðinu.

  • Aðgangur að námsefni á netinu
  • Fyrirlestur á fimmtudeginum
  • Þrír verklegir dagar á Tröllaskaga
  • Lærir að meta snjóflóðahættu með vísindalegum aðferðum
  • Lærir að finna bestu og öruggustu leiðina niður fjallið
  • Viðurkenningarskjal frá American Avalanche Association
  • Lærir félaga björgun

Þátttakendur þurfa að búa yfir getu til að skíðað í púðursnjó og hafa einhverja þekkingu á fjallaskíða eða bretta búnaði. Vera með sinni eigin björgunarbúnað eða hina heilögu þrenningu skóflu, ýli og stöng. Nauðsynlegt er að vera með góðan bakpoka sem tekur að minnsta kosti 32 lítra. Í hann þarf að komast fyrir nesti, drykkir, skinn, almennur útivistarbúnaður og heilög þrenning. Ef þú átt bakpoka með snjóflóðavarnabúnaði þá er það góður kostur.

 

 

Skráningu lýkur 31. janúar 2023

Skráning fer fram á www.icelandsnowsports.com

 

Fyrir frekari upplýsingar sendið póst á info@icelandsnowsports.com