Fjallaskíðakeppni 16. mars

Fjallaskíða- og telemarkkeppni í Hlíðarfjalli laugardaginn 16. mars kl. 11:00.

Keppt verður í tveimur vegalengdum, styttri og lengri. Í báðum flokkum verður skinnað upp á brún Hlíðarjfalls, að Harðarvörðu, tilbaka og niður Mannshrygg. Í marki við Skíðahótel höldum við dúndur Aprè ski og veglega verðlaunaafhendingu í samstarfi við Akureyri Backpackers og Hlíðarfjall Akureyri.

SKILYRÐI FYRIR ÞÁTTTÖKU
Skíði, skinn, stafir og fatnaður í samræmi við veður og aðstæður. Snjóflóðaýlir, snjóflóðastöng, bakpoki, skófla og sími sem er hlaðinn. Keppendur eru á eigin ábyrgð og ættu ekki að taka þátt nema hafa einhverja reynslu af fjallaskíðum og skíðamennsku.

SKRÁNING OG AFHENDING MÓTSGAGNA
Föstudaginn 15. mars kl. 16:00 - 20:00 á Backpackers eða í Hlíðarfjalli Hóteli kl. 9:30 - 10:30. Mótsgjald 2000 kr. (posi ekki á staðnum).

Nánari upplýsingar veitir:
Kristín Irene Valdemarsdóttir
kristinirenevaldemarsdottir@gmail.com