Eins og fram hefur komið er stefnt að opnun skíðasvæðisins föstudaginn 16. desember og verður opið frá kl. 16 - 19.
Það hefur snjóað frekar lítið hjá okkur undanfarið en verið mikið frost og því hefur verið hægt að framleiða snjó allan sólarhringinn í nokkra daga og útlit fyrir að svo verði áfram.
Forsala vetrarkorta hefur verið framlengd til 5. janúar 2023.
Forsöluverð
Fullorðnir kr. 46.200 í stað 59.400
Börn kr. 8.300 í stað 9.800
Skíðagöngukort fullorðnir kr. 11.880 í stað 15.400
Skíðagöngukort börn kr. 2.000 í stað 2.500