Fjör í Hlíðarfjalli í dag og fram á kvöld!

Opið er í Hlíðarfjalli í dag frá kl. 10:00 - 16:00. Blíðskaparveður og nægur snjór.

Cintamani er með heilmikla dagskrá í Hlíðarfjalli í dag á meðan opnun stendur. Svo býður Cintamani uppá kvöld opnun frá 20 – 00 í kvöld. Dagskráin í dag er sem fylgir:

  • 10:00-16:00 - Fyrstu 50 gestir dagsins fá frían passa í Hlíðarfjall í boði Cintamani
  • 12:00-13:00 - Goði, Toppur og Cintamani bjóða í grillveislu upp við Strýtu skála
  • 14:00-16:00 - DJ Ási Aprés með Lederhosen stuð við Strýtu skála
  • 20:00-00:00 - Kvöld opnun í Hlíðarfjalli og tónleikar í boði Cintamani
  • 22:00-00:00 - Úlfur Úlfur og 200.000 Naglbítar tónleikar ásamt DJ Hugo Paxton við/í Strýtu skálanum.