Forsala á vetrarkortum þar til skíðasvæðið opnar

Forsala vetrarkorta er hafin og stendur fram til opnunar á skíðasvæðinu en stefnt er á að opna 16. desember. Kortin eru seld í netsölu á heimasíðu Hlíðarfjalls. Smellt er á gula takkann efst á síðunni "kaupa miða í fjallið".

ATH. Við viljum benda á að í vetur býðst Akureyringum Lýðheilsukort sem er nýjung. Barnafjölskyldum, eldri borgurum og öryrkjum með lögheimili í sveitarfélaginu  býðst sérstakt Lýðheilsukort gegn bindingu í eitt ár. Um er að ræða tilraunaverkefni sem veitir handhöfum kortsins árskort að Sundlaugum Akureyrar, Hlíðarfjalli og Skautahöllinni á Akureyri. Aðrir geta keypt kort í Hlíðarfjalli á hefðbundinn hátt.

Eins og fram hefur komið stefnum við á að opna svæðið 16. desember og vonandi fyrr ef aðstæður leyfa

Forsöluverð 

Fullorðnir kr. 46.200 í stað 59.400

Börn kr. 8.300 í stað 9.800 

Skíðagöngukort fullorðnir kr. 11.880 í stað 15.400

Skíðagöngukort börn kr. 2.000 í stað 2.500