Forsala á vetrarkortum þar til skíðasvæðið opnar

Mynd tekin 9. nóv 2021
Mynd tekin 9. nóv 2021

Á skíðum skemmti ég mér lalalala... það styttist óðum í fjörið!

Forsala vetarkorta er hafin og stendur fram til opnunar á skíðasvæðinu. Kortin eru seld í netsölu á heimasíðu Hlíðarfjalls. Smellt er á gula takkann efst á síðunni "kaupa miða í fjallið".

Eins og fram hefur komið stefnum við á að opna svæðið 17. desember og vonandi fyrr ef aðstæður leyfa

Forsöluverð 

Fullorðnir   kr. 42.000 í stað 54.000

Börn   kr. 7.300 í stað 9.600 

Gönguskíði   kr. 10.800 í stað 14.000