Forsala vetrarkorta 2025/2026 hefst 14. nóvember

Hin árlega forsala vetrarkorta hefst 14. nóvember og stendur til 11. des sem er fyrirhugaður opnunardagur. Við vonumst að sjálfsögðu til að opna fyrr ef aðstæður leyfa en eins og alltaf þá er það veðrið sem ræður ferðinni.

Við höfum náð að framleiða þokkalega á síðustu vikum en lítið hefur verið um snjókomu, snjóbyssur eru komnar aftur í gang núna eftir hlé vegna hita og vonumst við til að geta framleitt á fullu næstu daga.

Eins og áður er talsverður afsláttur í boði í forsölunni og því um að gera að nýta tækifærið til að tryggja sér kort fyrir veturinn.

Vetrarkort í forsölu: Fullorðnir 53.820 / Börn 9.370

Skíðagöngukort í forsölu: Fullorðnir 13.870 / Börn 2.260

Forsalan fer fram hér á heimasíðu okkar hlidarfjall.is með því að smella á “Kaupa miða í fjallið” efst í hægra horninu.

Hlökkum til að sjá ykkur í vetur :)