Freeride námskeið

Freeride námskeið Iceland Snowsport er nýtt námskeið sem sérhæfir sig í tækni utanleiða, stökkvum, hvernig á að lesa í fjallið og sjá hvaða línu væri best að skíða. 

 

Það verður farið yfir hvernig skal nota snjóflóðabúnað og framkvæma björgun, enda er mikilvægt að æfa það. Námskeið verður haldið í Hlíðarfjalli. 

 

Soffía Sóley Helgadóttir, skíðakona, keppandi í Freeride og skíðakennari, með gráðu frá Austurríki sem Landeslehrer mun halda þetta námskeið og hlakkar til að sjá sem flesta.

Fyrsti dagur - Kynning, hópefling og snjóflóðabúnaður.
Annar dagur - Tækni utanleiða, fjallalestur og snjóflóðaæfing.
Þriðji dagur - Finna góðar línur, læra að stökkva, ráða við mikinn hraða og freestyle.

Þetta námskeið er fyrir:
15 ára og eldri
Alla sem vilja bæta tækni utanleiða
Fólk með ágæta skíðahæfni
Fólk sem vill vita meira um Freeride

Nauðsynlegt verður að koma með sinn eigin snjóflóðabúnað!

Bókunar upplýsingar skal nálgast á info@icelandsnowsports.com
Ef einhverjar spurningar vakna þá skal hafa samband í síma 896-9372