Frítt í fjallið þriðjudaginn 27. janúar
26.01.2026
Þriðjudaginn 27. janúar ætlum við að bjóða öllum að koma frítt í fjallið og gera sér glaðan dag :)
Þrátt fyrir að við séum öll dansandi snjódansinn og vonumst eftir meira hvítagulli þá er vel hægt að renna sér í fjallinu og opið bæði á efra og neðra svæði, við viljum því endilega sjá sem flesta kíkja í fjallið til okkar og njóta útiveru saman.
Eina sem þarf er að mæta með vasakort í afgreiðsluna og fá áfyllingu, ef ykkur vantar vasakort þá kostar það 1300 kr og er með 600 kr skilagjaldi.
Hlökkum til að sjá ykkur í fjallinu :)