Fyrsti opnunardagur 2025/2026 - Fimmtudaginn 4. desember

Það er komið að því, fyrsti opnunardagur í Hlíðarfjalli verður fimmtudaginn 4. desember og verður opið á neðra svæði okkar frá 15-20. Í framhaldi verður opið á föstudag 14-19, laugardag og sunnudag 10-16 og svo má sjá frekari opnunartíma á heimasíðu okkar.

Síðustu vikur hafa verið vel nýttar til snjóframleiðslu og hefur safnast vel í helstu brekkur á neðra svæðinu. Áfram vantar þó snjó á ákveðin svæði og á efra svæði svo við vonum innilega að stóra náttúrulega snjóvélin fari að hjálpa okkur sem fyrst. Á skíðagöngusvæði hefur verið 3km spor í ljósahringnum frá síðustu mánaðarmótum og stendur til að ná því í fulla lengd sem fyrst.

Minnum á að forsala vetrarkorta er í fullum gangi fram að opnun svo það er um að gera að tryggja sér kort á betri kjörum, kortasalan fer fram á vef okkar hlidarfjall.is og þar er smellt á gula hnappinn "Kaupa miða/kort" efst hægra megin.

Miðahlið verður tekið í notkun á skíðagöngusvæði samhliða opnun svo miði eða kort er nauðsynlegt eftir það.

Hlökkum til að taka á móti ykkur í fjallinu næsta fimmtudag :)