Hlíðarfjall lokað fyrir umferð vélknúinna ökutækja

Nú er vorið komið fyrir alvöru í Hlíðarfjalli og jarðvegur allur mjög blautur og viðkvæmur. Því hefur skíðasvæðinu verið lokað fyrir allri umferð vélknúinna ökutækja. Við biðjum alla ökumenn um að sýna þessari lokun skilning og hjálpa okkur að vernda þann litla gróður sem hér þrífst.