Hlíðarfjall um páskana

Þetta verða nú aldeilis flottir páskar hér í Hlíðarfjalli. Hér er nægur og góður snjór, síðustu 24 tímana hefur snjóað um ca 30 cm.

Spáin næstu daga er ljómandi fín, hiti undir frostmarki, lítill vindur en skýjað ásamt einhverri snjókomu.

Frá skírdegi til páskadags er opið 9 – 16 og 10 – 16 á annan í páskum.

Hér verður frábær stemning, grillað verður á skaflinum, heitt kakó á könnunni og ýmsar uppákomur.

Dynheimadrengirnir verða að spila við Skíðastaði kl. 13-14 á laugardaginn.

Páskaeggjamót SKA verður fyrir hádegi á laugardag.

Jónsi í svörtum fötum, eini skíðandi trúbadorinn, verður um allt fjall að spila á sunnudeginum.

Barna skíða- og snjóbrettaskólinn verður á sínum stað alla daga og á páskadag fá börnin lítið páskaegg. 

Páskatrimm SKA verður páskadag í göngubraut kl. 14:00 þar sem allir eru velkomnir, ekkert þátttöku- eða brautargjald.