Jólagleðin - opnunartímar og fleira um jól og áramót

Starfsfólk Hlíðarfjalls sendir sínar bestu óskir um gleðileg jól og farsælan skíðavetur.

Skíða- og brettafólki gefst kostur á að renna sér um hátíðirnar. Aðstæður eru ágætar og snjóframleiðsla er í gangi meðan veður leyfir.

Grímuskylda er innandyra og þar sem ekki er hægt að viðhalda tveggja metra reglunni, til dæmis í lyfturöð. Fjölskyldur og þeir sem koma saman geta farið saman í lyftu.

Bendum fólki á að kaupa lyftumiða á heimasíðu Hlíðarfjalls, sjá hér 

Opið í Hlíðarfjalli sem hér segir:

23. des. frá kl. 10-15 

24. des. LOKAÐ

25. des. - 26. des  frá kl. 12-16

27. des. - 30. des. frá kl. 10-18

31. des frá kl. 10-15

1. jan.  frá kl. 12-16

Nánar um opnun hér  http://www.hlidarfjall.is/is/opnunartimi