Opið allan sólarhringinn í Hlíðarfjalli 5. - 6. maí

Stefnt er að aukaopnun dagana 5. - 6. maí ef aðstæður leyfa. Skíðalyfturnar verða þá ræstar kl. 16:00 föstudaginn 5. maí og ganga viðstöðulaust til kl. 23:00 laugardaginn 6. maí. 

Fólk getur því rennt sér í vorrökkrinu aðfaranótt laugardagsins og fagnað dagrenningu á laugardagsmorgun.