Opið í dag mánudag 25.1 frá 13:00-19:00

Eftir hundleiðinlegt veðurfar undanfarna viku munum við opna svæðið okkar aftur í dag. 

Opið verður frá klukkan 13:00 - 19:00 og bendum við viðskiptavinum að kaupa sér miða hér á heimasíðunni okkar.

Veðurspáin fyrir daginn í dag er snjókoma og 4 m/s. Mjög mikið af snjó er í fjallinu.

Efra svæðið verður þó lokað í dag vegna snjóflóðahættu.

Hlökkum til að sjá ykkur í Hlíðarfjalli!