Skíðasvæðið opnar í dag kl. 16

Svona var staðan í Hlíðarfjalli fyrir stundu. Mynd: Hólmfríður Sara Friðjónsdóttir.
Svona var staðan í Hlíðarfjalli fyrir stundu. Mynd: Hólmfríður Sara Friðjónsdóttir.

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verður opnað kl. 16 í dag og verður opið til kl. 19. Opið verður á laugardag og sunnudag frá kl. 10-16.

Snjóframleiðsla hefur gengið eins og í sögu síðustu sólarhringana og verður fram haldið eins og þurfa þykir. Dálítið hefur snjóað hjá okkur síðasta sólarhringinn en langt því frá nógu mikið. Hins vegar er von á vænni sendingu af snjó á næstu dögum og má þá búast við frábæru skíðafæri. Mikil eftirvænting ríkir vegna opnunar skíðasvæðisins og eru horfurnar góðar.

Snjóframleiðslukerfið sem gerir kleift að opna Hlíðarfjall í dag, þótt ekki hafi snjóað mikið, var tekið í notkun 17. desember 2005 en það hefur verið rekið með dyggum stuðningi Vina Hlíðarfjalls, hóps fyrirtækja sem hefur það að keppikefli að styðja við rekstur skíðasvæðisins og efla þar með ferðamennsku á Akureyri.