Páskar í Hlíðarfjalli - Hvað verður troðið ?

Göngubrautir 1,2 km 3,5 km og 10 km. Eins erum við búin að gera ,,offroad" göngubraut frá Hálöndum og inn að stíflunni á Glerárdal. Sú braut er troðin en ekki sporuð.

Heimþrá verður troðin og leiðin niður meðfram veginum. Byrjendasvæði við Auði og Nestishús.

Við biðjum ykkur öll að fara varlega, virða 2 metra fjarlægðarregluna og vera helst ekki lengur en 2 klukkutíma í fjallinu þannig að fleiri komist að.

Við erum öll í þessu saman.

Njótið veðursins og þeirrar þjónustu sem við þó getum veitt og gleðilega páska.