Páskaveðrið er komið og afgreiðslutíminn í Hlíðarfjalli og Sundlaug Akureyrar hefur verið lengdur um helgar.

Ákveðið hefur verið að lengja afgreiðslutímann í Hlíðarfjalli og Sundlaug Akureyrar í aðdraganda páska enda má segja að páskaveðrið sé nú þegar komið með frábæru skíðafæri og vori í lofti.

Opið verður lengur á föstudögum og laugardögum í Fjallinu og á laugardögum í sundið. Þannig verður þetta fram yfir páska ef veðrið helst hagstætt og gott. Nýja stólalyftan, Fjallkonan, verðr opnuð um helgina. Stefnt er að því að opna hana á föstudag og verður hún í gangi fram á sunnudag ef veður leyfir, sem auka mun ánægju og bæta upplifun skíðafólks til mikilla muna. Nánar verður hægt að fylgjast með á facebook síðu Hlíðarfjalls.

Stefnt er að því að opna útiveitingasölu á svæðinu suðvestan við skíðahótelið til að skapa skemmtilegri stemningu fyrir gesti svæðisins.

Afgreiðslutíminn í Hlíðarfjalli verður sem hér segir næstu helgar og um páska:

 

Föstudagur 17. mars: kl. 10-19

Laugardagur 18. mars: kl. 9-17

 

Föstudagur 24. mars: kl. 10-19

Laugardagur 25. mars: kl. 9-17

 

Föstudagur 31. mars: kl. 10-19

Laugardagur 1. apríl: kl. 9-17

 

Páskar

Fimmtudagur 6. apríl: kl. 9-17

Föstudagur 7. apríl: kl. 9-17

Laugardagur 8. apríl: kl. 9-17

Sunnudagur 9. april: kl. 9-19

 

Föstudagur 14. apríl: kl. 10-19

Laugardagur 15. apríl: kl. 9-17

 

Í Sundlaug Akureyrar verður afgreiðslutíminn lengdur til kl. 20 næstu laugardaga og um páskana verður opið til kl. 20 frá 6.-8. apríl og aftur laugardaginn 15. apríl.

 

Loks er þess að geta að í Kjarnaskógi eru skilyrði til að vera á gönguskíðum nú með allra besta móti og nýi troðarinn sér til þess að halda brautunum góðum fyrir gesti svæðisins. Þar er einnig að finna alls kyns aðra afþreyingu og aðstöðu til að grilla á góðviðrisdögum. Hér má skoða kort yfir troðnar slóðir í Kjarnaskógi: https://www.kjarnaskogur.is/skisporet