Laugardaginn 19. febrúar verða rútuferðir á vegum Hlíðarfjalls til og frá bílastæði Bílaklúbbs Akureyrar, Hlíðarfjallsvegi, þar sem hægt verður að leggja bílum

Laugardaginn 19. febrúar verða rútuferðir á vegum Hlíðarfjalls til og frá bílastæði Bílaklúbbs Akureyrar, Hlíðarfjallsvegi, þar sem hægt verður að leggja bílum.

Fyrsta ferðin verður farin kl. 09:30 og mun rútan keyra fram og tilbaka á 40 mínútna fresti allan daginn og verður síðasta ferð niður á stæði kl. 16:20
Viljum vinsamlegast benda fólki á að vanda sig við að leggja bílum í bílastæði upp á skíðasvæði til þess að nýta betur stæðin.