Seinkun á opnun miðasölu fyrir helgina vegna nýjustu frétta.

Miðasala fyrir nk. helgi mun fara í loftið fimmtudaginn 25.3 kl: 08:30

Vegna nýjustu frétta af Covid faraldrinum á Íslandi höfum við ákveðið að fresta opnun á miðasölu fyrir helgina.

Er þetta gert til að fá nákvæmari mynd á það sem er í gangi í samfélaginu áður en við setjum miða í sölu.

Við vonum að allir sýni þessu skilning og beri virðingu fyrir því að við erum að gera þetta eins fagmannlega og hægt er.

Einnig er rétt að benda á það að veðurspá fyrir föstudag er ekki góð og munum við skoða það í dag hvort við getum sett miða í sölu fyrir föstudaginn.