Skíðapassar fyrir helgina

Lyftumiðar fyrir komandi helgi.

Veðurspáin fyrir næstu daga er ekki upp á sitt besta. Það er mjög hvasst í kortunum og  föstudagurinn og laugardagurinn líta ekkert sérstaklega vel út, við erum enn að bíða eftir nákvæmri veðurspá fyrir sunnudaginn. Lyftumiðar verða seldir samdægurs eða þegar við vitum hvort hægt verði að opna eða ekki. Við krossum fingur um að þetta hvassviðri fari nú að verða búið og það fari að lægja hjá okkur!