Sleðaumferð í Hlíðarfjalli

Nú rignir inn fyrirspurnum hvort það megi keyra á sleðum upp frá skíðasvæðinu og staðan er því miður sú að vegna snjóalaga er í raun engin auðveld leið til að komast upp. Hefðbundna leiðin um sneiðinginn er ekki fær, en nú þegar er hryggurinn upp að sneiðing auður og einnig skálin undir sneiðingnum. 

Það eru þó heilar snjólínur upp gilin í Hlíðarhryggnum og einnig upp á brún ofan Fjallkonu, en það er aðeins fært fyrir mjög vana á öflugum sleðum og nánast ekkert svigrúm fyrir mistök. Það er því á ábyrgð hvers og eins að meta hvort þetta sé á það reynandi.

Eins og áður skal tekið af við Fjarka og keyrt upp dalinn, það verða áfram æfingar í brekkunum næstu daga svo það er ekki í boði að keyra inní skíðabrekkurnar.

Gangið vel um svæðið og farið varlega :)