Snjóflóðum komið af stað með sprengjum til þess að draga úr snjóflóðahættu

Talsvert hefur snjóað síðustu daga og voru snjóhengjur á efstu fjallabrúnum ekki álitlegar. Snemma í morgun var því gripið til þess ráðs að nota litlar sprengjur til að setja af stað snjóflóð. Fjögur snjóflóð hlupu af stað og var eitt þeirra sýnu stærst eða á að giska 200 metrar á breidd.

Vonast er til að þessar aðgerðir dragi úr snjóflóðahættu og auki öryggi skíðafólks til mikilla muna en enn er þó ástæða til að vara við snjóflóðahættu utan troðinna leiða og mælum við því ekki með ferðum á efra svæði utan þeirra.