Snjór um víða veröld 2016

Snjór um víða veröld er yfirskrift alþjóðlega snjódagsins sem Alþjóða skíðasambandið FIS stendur fyrir. Af því tilefni verður blásið til fagnaðar í Hlíðarfjalli sunnudaginn 17. janúar í samstarfi við Skíðafélag Akureyrar og verður margt um að vera.

Börn og unglingar upp að 18 ára aldri fá frítt í allar lyftur og einnig verður 20% afsláttur  fyrir alla gesti af leigubúnaði í skíðaleigunni.

Opin skíðaæfing hjá SKA í göngu, alpagreinum og á snjóbretti frá kl. 11-12:30

Ratleikur frá kl 12:30-13:30

Verðlaunaafhending fyrir ratleik kl. 14:00

Heitt kakó í boði milli kl. 13:30-14:30

Klossadiskó frá kl. 13:30-14:30

Leiðbeinendur verða við gönguskíðasvæðið á milli kl. 11:00-12:30, byrjendavæn skíðagöngubraut