Spennandi og skemmtilegir páskar framundan í Hlíðarfjalli

Það verður líf og fjör hjá okkur í Hlíðarfjalli um páskana.

Hér er nægur snjór og veðurspá er góð fyrir næstu daga. Spáð er mildu veðri, frekar hlýtt, litlum vindi og ekki mikilli úrkomu. Aðstæður eru því frábærar til þess að skella sér á skíði eða bretti og leika sér.

Fjöldi skíðaleiða eru troðnar og nýjar stökkleiðir hafa nú verið opnaðar í fjallinu og verða opnar fram yfir Andrés Andarleikana. Stökkleiðirnar eru Boardercross braut í Suðurgili og Norðurpark við Hjallabraut sem sett var upp í samstarfi við Brettadeild SKA.

DJ með “Aprés ski” stemmningu verður upp við Strýtuskála föstudag, laugardag og sunnudag frá kl. 15-17

Hið árlega páskeggjamót SKA í samhliðasvigi fer fram í Hjallabraut laugardaginn 8. apríl og hefst kl. 12:00, skráning fer fram rafrænt í meðfylgjandi link https://docs.google.com/spreadsheets/d/1EWzGi3Sc1QR5QvcyU2IrrDzUFZTyFIgj5iixNfP2eNk/edit#gid=0.  

Opnunartími yfir Páska

- Skírdagur frá kl.  9-17

- Föstudagurinn langi frá kl.  9-17

- Laugardagur frá kl. 9-17

- Páskadagur frá kl. 9-17

- Annar í páskum frá kl. 10-16

 Hlökkum til að sjá ykkur