Styttist í skíðavertíðina! Stefnum á að opna 17. desember ef aðstæður leyfa

Starfsfólk Hlíðarfjalls er byrjað að undirbúa opnun skíðasvæðisins og stefnt er að því að opna 17. desember en að sjálfsögðu opnum við fyrr ef snjóalög leyfa. Hér hefur aðeins snjóað undanfarna daga en samt ekki nógu mikið til þess að hægt sé að fara að vinna brekkurnar.

Verið er að hlaða byssurnar og gera þær tilbúnar til þess að puðra snjó af fullum krafti um leið og aðstæður leyfa. Við krossum fingur og erum bjartsýn á góðan vetur.  

Forsala á vetrarkortum hefst í kringum 10. nóvember á heimasíðu Hlíðarfjalls og verður þar til skíðasvæðið opnar.

Hlökkum til að sjá ykkur í fjallinu