Aðeins vika í sumaropnun Hlíðarfjalls

Fjallahjólamót í Hlíðarfjalli 26. maí 2018 
Mynd: Kristján Bergmann Tómasson
Fjallahjólamót í Hlíðarfjalli 26. maí 2018
Mynd: Kristján Bergmann Tómasson

Nú styttist í sumaropnun hjá okkur en eins og áður hefur komið fram verðum við með opið í Hlíðarfjalli um helgar í sumar. 

Stólalyftan verður opin föstudaga, laugardaga og sunnudaga frá 6. júlí til 26. ágúst 2018 og gengur frá kl. 10 til kl. 17 þessa daga.

Lyftumiðar verða seldir niður við Fjarka hjá lyftuverði og einnig á heimasíðu Hlíðarfjalls.

 

 

 

Verð á lyftumiðum      
  Fullorðnir    Börn

Ellilífeyrisþegar

+67 ára

1 ferð   1.000     700         700
1. dagur   4.000   2.800       2.800

Helgarpassi (fös-sun)

10.000   7.000       7.000
Sumarkort  25.000 17.500     17.500